Stök frétt

Umhverfisstofnun heldur námskeið um vandamál er kunna að tengjast inniveru í raka-og mygluskemmdu húsnæði. Fyrirlesari er Kjell Anderson yfirlæknir á Vinnu- og umhverfissjúkdómadeild við Háskólasjúkrahúsið í Örebro í Svíþjóð.

Námskeiðið verður haldið 24. október á Grand hóteli við Sigtún í Reykjavík (salur Háteigur B, 4. hæð) og stendur yfir frá 8:30 til 12:00. Fyrirlesturinn verður fluttur á sænsku.

Skráning hjá ust@ust.is. Takmarkaður sætafjöldi.

Námskeiðið er opið almenningi og er þátttökugjald 3000 krónur.