Stök frétt

Mynd: Benjamin Ashton - Unsplash

Hjá Evrópubandalaginu er unnið að samræmingu á reglum um næringargildis- og heilsufullyrðingar í merkingu, auglýsingu og kynningu og íblöndun bætiefna í matvæli. Teknar hafa verið ýmsar ákvarðanir sem skýra línurnar.

Sjá nánar: Food safety: MEPs vote on health claims and additions to food

Fullyrðingar

Skilgreint verður hvaða kröfur vörur þurfa að uppfylla til að megi merkja þær sem fitulitlar, sykurlausar, trefjaríkar o.s.frv. Samþykkt hefur verið að ef notaðar eru fullyrðingar til að gefa til kynna ákveðna eiginleika vörunnar, eins og t.d. sykurskert , þá þurfi magn annarra efna, sem geta dregið úr hollustugildi vörunnar, eins og t.d fitu, að uppfylla skilgreiningarnar eða að öðrum kosti verði að koma fram að varan innihaldi hátt hlutfall af fitu. Sumir framleiðendur halda því fram að enginn framleiðandi kæri sig um að þurfa að merkja neikvæða þætti matvörunnar þannig að þessar nýju reglur verði til þess að næringargildisfullyrðingar verði einungis notaðar á vörur með æskilega samsetningu næringarefna. Aðrir benda á, og vonast til að þetta verði til þess að örva framleiðslu á hollum matvörum.

Heilsufarsfullyrðingar verða að vera rökstuddar með vísindalegri þekkingu. Lagður verður fram listi yfir leyfilegar fullyrðingar og auk þess verður opnað á þann möguleika að sækja um til Evrópubandalagsins um notkun annarra fullyrðinga.

Sjá nánar: REPORT Recommendation - Fullyrðingar

Íblöndun bætiefna

Samræmdum reglum um íblöndun bætiefna (vítamína og steinefna) í matvæli er ætlað að vernda neytendur og stuðla að fríu flæði matvæla innan Evrópu. Settir verða hámarkskammtar fyrir vítamín og steinefni, sem bæta má í matvæli. Tekið verður tillit til mismunandi markhópa og gerð krafa um nýtanleika efnanna í líkamanum.

Sjá nánar: REPORT Recommendation - Íblöndun