Stök frétt

Dekk brenna vel og hafa eldsvoðar í dekkjahaugum víða skapað vandamál sérstaklega á heitum og þurrum svæðum. Dekk hafa brunagildi sambærilegt við góða olíu og mun hærra en kol. Oft er því erfitt að slökkva aftur í dekkjum meðan súrefni hefur aðgang.

Dekk geta brunnið þannig að ekki myndist mikil mengun ef þau eru brennd í sérhönnuðum brennsluofni. Í eldsvoðum þar sem brunahitastig er mjög breytilegt myndast hins vegar mörg skaðleg mengunarefni sem berast út í umhverfið.

Sót og annað fínt ryk veldur miklum óþægindum sérstaklega fyrir fólk sem er viðkvæmt fyrir, svo sem börn, eldra fólk og fólk með öndunarfærasjúkdóma.

Brennisteinssambönd gefa sterka lykt sem er vel greinanleg þegar dekk og annað gúmmí brennur. Mikið myndast af kolsýringi (kolmónoxíð), og rokgjörnum lífrænum efnasamböndum. Um leið og súrefni byrjar að skorta í eldinum myndast tjörusambönd (PAH). Magn þeirra eykst þegar reynt er að slökkva eldinn.

Gúmmíblanda í dekkjum inniheldur yfirleitt u.þ.b. 1% zink, auk þess sem zinkið getur verið mengað af blýi og kadmíum.  Í dekkjunum eru einnig stálþræðir sem innihalda auk járns, króm og nikkel.  Þessir málmar bindast í rykinu og geta valdið sumu fólki óþægindum.

Hjólbarðar eru samsettir eru ýmsum efnum.  Dæmi um samsetningu er hér að neðan: 

Efni Hlutfall

Gúmmí eða gervigúmmí

(Stýren bútadíen fjölliða)

 

46.78%

Fylliefni (Kolefni - Carbon black)

45.49%

Arómatísk oíla

1.74%

Zink oxíð

1.40%

Vax

0.23%

Brennisteinn

1.17%

Sterín sýra

0.94%

Andoxunarefni

1.40%

Hvati/bindiefni

0.75%


Þar á ofan má svo telja ýmsa stálþræði, aðrar trefjar, harðkorn og naglar sem sett eru í dekk til að styrkja þau eða auka grip.