Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Tillaga að breytingu á starfsleyfi urðunarstaðar við Bakkafjörð 


Umhverfis- og orkustofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Geo Salmo ehf. vestan Þorlákshafnar. Um er að ræða landeldi á laxfiskum með allt að 12.160 tonna hámarkslífmassa.

Framkvæmdin er háð umhverfismati skv. lögum nr. 111/2021. Álit Skipulagsstofnunar lá fyrir 16. maí 2023 en í álitinu kemur fram að stofnunin telji að í starfsleyfi Umhverfis- og orkustofnunar skuli vera ákvæði um að gæði sjávar og lífríki, m.a. fugla við ströndina, verði vaktað.

Að mati Skipulagsstofnunar verða veigamestu umhverfisáhrif eldisins áhrif á grunnvatn og nokkur óvissa ríkir um áhrif starfseminnar á grunnvatn. Stofnunin telur að viðhafa þurfi umfangsmikla vöktun á grunnvatni og skipta uppbyggingu fyrirtækisins í áfanga þar sem áhrif hvers áfanga liggja fyrir áður en ráðist verður í næsta. Umhverfis- og orkustofnun tekur undir þetta mat. 

Varðandi þá þætti sem snúa að starfsleyfi verða losun næringarefna í viðtakann, bæði á föstu formi og uppleystu, helstu áhrif eldisins að mati Umhverfis- og orkustofnunar. Viðtakinn verður vaktaður í samræmi við kröfur í vöktunaráætlun fyrirtækisins sem byggja á lögum nr. 36/2011 um stjórn vatnamála. Drög að vöktunaráætlun eru auglýst með starfsleyfistillögunni. Hægt er að endurskoða fyrirkomulag hreinsunar á fráveitu frá eldinu og gera auknar kröfur bendi mælingar til þess að hreinsun sé ábótavant. Þá er einnig hægt að endurskoða fyrirkomulag vöktunar út frá losun og áhrifum á vatnshlotið sem rekstraraðili losar í.

Skipulagsstofnun mælist til þess að tekin verði upp sameiginleg vöktun fyrirtækja á svæðinu, bæði á grunnvatni og áhrifum fráveitu á strandsjó og lífríki. Í starfsleyfinu er ákvæði um að vöktun strandumhverfis og gæða sjávar skuli unnin sameiginlega með öðrum rekstraraðilum sem veita affallsvatni til sjávar vestan Þorlákshafnar.

Athugasemdir við starfsleyfistillöguna skulu vera skriflegar og sendar Umhverfis- og orkustofnun á netfangið uos@uos.is, merktar UST202310-148. Athugasemdir verða birtar við útgáfu. Greinargerð mun fylgja starfsleyfi við útgáfu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018. Frestur til að skila inn athugasemdum er til og með 20. febrúar 2025.

Tengd skjöl: