Stök frétt

Morgunfundur Svansins 2023 verður haldinn í Björtuloftum í Hörpu þann 15. febrúar frá kl. 9 - 11. Fundinum verður einnig streymt.

Yfirskrift fundarins er:

Fortíðin er búin, framtíðin er snúin: Hvaða ákvarðanir leiddu okkur hingað og hvernig mótum við morgundaginn?

Hvernig sjáum við umhverfismál framtíðarinnar fyrir okkur? Verður grænþvottur úr sögunni? Hvernig tengjast rakaforvarnir umhverfisáhrifum byggingargeirans? Hvernig hefur umhverfisvottun áhrif á nýsköpun? Eru dæmi um spurningar sem svarað verður í hinum ýmsu erindum á fundinum.

Dagskrá

  • Ávarp ráðherra - Guðlaugur Þór Þórðarson
  • Neytendur kæra sig ekki um Grænþvott - Elva Rakel Jónsdóttir
  • Hugvekja um fortíð og framtíð - Andri Snær Magnason rithöfundur
  • Svansvottað ráðstefnurými – Harpa
  • Sjálfbært Ísland - Eggert Benedikt Guðmundsson leiðtogi sjálfbærrar þróunar hjá Forsætisráðuneytinu
  • Kaffihlé  
  • Er rakavarnareftirlit vopn í baráttu við myglu? - Alma Dagbjört Ívarsdóttir fagstjóri Bættar byggingar hjá Mannvit
  • Umhverfisvænni steypa – Hornsteinn/BM Vallá
  • Svansvottuð græn nýsköpun – Gefn
  • Hugvekja - Tinna Hallgrímsdóttir formaður Ungra umhverfissina

Fundarstjóri er Katrín Oddsdóttir

Viðburðurinn verður haldinn í Björtuloftum í Hörpu kl. 9 - 11 þann 15. febrúar. Fundinum verður einnig streymt. 

Skráning á fundinn

Viðburðurinn á Facebook

Við vonumst til að sjá sem flest!