Kerlingarfjöll

Kerlingarfjöll voru friðlýst sem landslagsverndarsvæði árið 2020. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda merkilegar jarðminjar svæðisins, landslag, óbyggðir og ásýnd þess auk þess að efla svæðið sem útivistarsvæði. Friðlýsingunni er nú fylgt eftir með gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir svæðið. Áætluninni er ætlað að fjalla um markmið verndunar svæðisins og hvernig stefnt skuli að því að viðhalda verndargildi þess.  

Verndarsvæðið er alls 344 ferkílómetrar og nær utan um Kerlingarfjöll í heild sinni ásamt nærliggjandi óbyggðum suðvestur af Hofsjökli.

Nánar um hið friðlýsta svæði

Hér fyrir neðan er samráðsáætlun fyrir verkefnið og hér verða einnig settar inn allar fundargerðir samstarfshóps og frá fundum með samráðs- og hagsmunaaðilum. Lögð er áhersla á opið og gegnsætt ferli og eru öll þau sem láta sig málið varða hvött til að kynna sér verkefnið og senda inn athugasemdir og ábendingar.

Frekari upplýsingar veita Sigrún Valgarðsdóttir sigrun.valgardsdottir@umhverfisstofnun.is og Valdimar Kristjánsson valdimar.kristjansson@umhverfisstofnun.is eða í síma 591-2000.

Tengd skjöl:

Samráðsáætlun

Fundargerðir samstarfshóps

1. fundur samstarfshóps 19. desember 2023

2. fundur samstarfshóps 5. janúar 2024

3. fundur samstarfshóps 29. ágúst 2024