Vatnshornsskógur, Skorradal

Vatnshornsskógur
Vatnshornsskógur var friðlýstur árið 2009. Markmið friðlýsingarinnar er að vernda náttúrulegan, lítt snortinn og hávaxinn birkiskóg með gróskumiklum botngróðri, ásamt erfðaeiginleika og erfðafjölbreytileika íslenska birkisins. Á svæðinu er líffræðileg fjölbreytni mikil og þar er fundarstaður sjaldgæfra tegunda, m.a. eini fundarstaður fléttutegundarinnar flókakræðu (Alectoria sarmentosa ssp. vexillifera). Meðal markmiða friðlýsingarinnar er að tryggja að líffræðilegri fjölbreytni vistgerða og vistkerfa svæðisins verði viðhaldið með því að vernda tegundir dýra, plantna og annarra lífvera ásamt erfðaauðlindum sem tegundirnar búa yfir og búsvæði þeirra. Ennfremur er það markmið friðlýsingarinnar að treysta rannsókna-, útivistar- og fræðslugildi svæðisins.

 

 

Við ákvörðun um friðlýsingu þessa var höfð hliðsjón af samningnum um verndun villtra plantna og dýra og lífsvæða í Evrópu (Bern 1979), sbr. Stjórnartíðindi C 17/1993 og samningnum um líffræðilega fjölbreytni (Ríó de Janeiró 1992), sbr. Stjórnartíðindi C 3/1995. 2. gr.

Stærð friðlandsins er 247,1 ha.