Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur.

Þjóðgarður og flutningskerfi raforku

Ljóst er að flutningslínur yrðu innan þess svæðis sem gert er ráð fyrir að þjóðgarður nái yfir. Við gjöf RARIK á jörðinni Dynjanda til ríkisins 16. september 2019 var undirritað samkomulag  við stjórnvöld. Í samkomulaginu er lögð áhersla á að núverandi raflínur sem liggja um svæðið geti staðið þar áfram með eðlilegri endurnýjum og eftir atvikum að unnt verði að leggja nýjar raflínur til að styrkja innviði raforkuflutnings- og dreifingar á Vestfjörðum. Lögð var áhersla á að um þessi mál færi samkvæmt almennum lögum sem gilda um slíkar framkvæmdir, s.s. lögum um mat á umhverfiáhrifum.

 Samstarfshópurinn telur mikilvægt að  litið sé til þessa mikilvæga hagsmunamáls Vestfirðinga við undibúning þjóðgarðs.