Heilbrigðiseftirlitssvæðin

Landinu er skipt í 9 heilbrigðiseftirlitssvæði. Á þeim svæðum sjá viðeigandi sveitarfélög um heilbrigðiseftirlit. Heilbrigðiseftirliti sveitarfélaga má skipta í heilbrigðisnefndir og heilbrigðisfulltrúa. Heilbrigðisfulltrúar starfa sem fulltrúar viðkomandi heilbrigðisnefndar. Þeir hafa umsjón með starfsleyfisgerð og eftirliti með efnavörum, hollustuháttum, matvælum, umhverfisgæðum og mengandi starfsemi  innan heilbrigðiseftirlitssvæða.