Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Ábyrgðarmenn í markaðssetningu

Í markaðssetningu felst að bjóða vöru fram á markaði, hvort heldur er gegn greiðslu eða án endurgjalds. Innflutningur telst vera markaðssetning.

Um skyldur þeirra sem markaðssetja notendaleyfisskyldar vörur segir í reglugerð nr. 677/20121 um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna :

  • Dreifandi sem markaðssetur notendaleyfisskyldar vörur skal tilgreina nafngreindan ábyrgðaraðila til að tryggja að nægjanleg fagþekking sé innan fyrirtækisins.
  • Slíkur einstaklingur skal vera til taks þegar sala fer fram til að veita viðskiptavinum fullnægjandi upplýsingar að því er varðar notkun plöntuverndarvara eða útrýmingarefna og áhættu fyrir heilbrigði og umhverfið.
  • Láti viðkomandi ábyrgðaraðili af störfum hjá hlutaðeigandi verslun eða birgi skal tilkynna til Umhverfisstofnunar um nýjan ábyrgðaraðila sem uppfyllir skilyrði.

Tilnefndur ábyrgðaraðili skal hafa lokið námi eða námskeiði sem Umhverfisstofnun metur gilt og staðist próf sem sýnir fram á þekkingu hans. Landbúnaðarháskóli Íslands sér um að halda námskeið fyrir ábyrgðarmenn, nánari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans: www.lbhi.is/endurmenntun.

Dreifandi sem markaðssetur notendaleyfisskyldar vörur tilnefnir ábyrgðaraðila í markaðssetningu í gegnum Island.is.