Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Stök frétt

Umhverfisstofnun mun standa fyrir fræðslufundi 3. maí næstkomandi kl. 9 - 12 í sýnatökum á ýmsum líffræðilegum og eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum í strandsjó, straumvötnum og stöðuvötnum.
Um er að ræða t.d. kortlagningu á vatnaplöntum og þörungum í strandsjó, sýnatökur á hryggleysingjum, mælingar á blaðgrænu og fleira. Fræðslan mun nýtast öllum fagaðilum sem þurfa að taka sýni eða kortleggja vistkerfi vatna.
Um samræmda aðferðarfræði er að ræða vegna innleiðingar laga um stjórn vatnamála og framkvæmd vatnaáætlunar Íslands.

Skráning

Fræðslan er eingöngu rafræn og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig á slóðina: Skráning á fræðslufund um sýnatökur eigi síðar en 1. maí. Með skráningu er hægt að tryggja að upplýsingar berist til þeirra sem skráðir eru. Hlekkur mun berast með sér fundarboði öllum sem eru skráðir daginn áður. Öll fræðslugögn ásamt upptökum af kynningum verða aðgengilegar á www.vatn.is að fundinum loknum. Sjá dagskrá fundarins hér fyrir neðan.

Fyrirspurnir má senda á netfangið: vatn@ust.

Dagskrá:

Almenn kynning og flokkun á ástandi vatnshlota (40 mín.) 
09:00 – 9:20        Fyrirkomulag fræðslufundar og kynning á stjórn vatnamála
                                Marianne Jensdóttir Fjeld, Umhverfisstofnun 
09:20 – 9:40        Kynning um ástandsflokkun vatnshlota 
                                Eydís Salome Eiríksdóttir, Hafrannsóknastofnun

Kynningar á sýnatökum í strandsjó (60 mín.) 
09:40 – 10:00      Mælingar á blaðgrænu og næringarefnum 
                                Sara Harðardóttir, Hafrannsóknastofnun
10:00 – 10:10      Botnlægir sjávarhryggleysingjar 
                                Steinunn Hilma Ólafsdóttir, Hafrannsóknastofnun
10:10 – 10:20      Þörungar á hörðum botni 
                                Lilja Gunnarsdóttir, Hafrannsóknastofnun

Hlé í 10 mín.

Kynningar á sýnatökum í straum- og stöðuvötnum (80 mín.)
10:30  10:50      Mælingar á blaðgrænu
                                Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir, Hafrannsóknastofnun
10:50 – 11:10      Hryggleysingjar og púpuhamir rykmýs 
                                 Jón S. Ólafsson, Hafrannsóknastofnun       
11:10 – 11:30       Vatnssýnatökur og mælingar á  eðlisefnafræðilegum gæðaþáttum 
                                 Eydís Salome Eiríksdóttir, Hafrannsóknastofnun
11:30 – 11:50      Gróðurkönnun í stöðuvötnum
                                Þóra Hrafnsdóttir, Náttúrufræðistofnun Íslands