Vinna við nýjar heimasíður Umhverfis- og orkustofnunar og Náttúruverndarstofnunar er í gangi. Heimasíða Umhverfisstofnunar er virk á meðan vinnunni stendur. Information in English

Friðlýsingarskilmálar

Friðlýsingarskilmálar eru mjög mismunandi og hafa þróast í gegnum tíðina. Skilmálarnir eru gerðir með það í huga að þeir standi í langan tíma og því er fyrirsjáanleiki mjög mikilvægur. Þar eru tekin fyrir atriði sem nauðsynlegt er að ávarpa vegna verndundar svæðisins en ekki síður vegna aðgengis að svæðinu, uppbyggingar sem talin er nauðsynleg, landnýtingar sem þar er o.s.frv.

Friðlýsingarskilmálar eru lagalega bindandi reglur sem settar eru um svæðið og afmarka réttarstöðu allra. Í tilviki þjóðgarðs á sunnanverðum Vestfjörðum hefur til dæmis komið fram að endurnýjun raflína og eftir atvikum nýjar raflínur á svæðinu séu gríðarlegir hagsmunir fyrir Vestfirðinga. Sömu áherslur hafa komið fram varðandi samgöngumál. Þetta væru dæmi um málefni sem nauðsynlegt væri að skýra út í friðlýsingarskilmálum áformaðs þjóðgarðs. Til að hægt sé að friðlýsa landsvæði sem þjóðgarð þarf að nást samkomulag við landeigendur.