Umhverfistofnun - Logo

Losun annarra efna

Losun Íslands á öðrum loftmengunarefnum og óbeinna gróðurhúsaloftegunda á árunum 1990 – 2018

 

SOX

NOX

NH3

NMVOC

CO

 

[kt] SO2

[kt] NO2

[kt]

[kt]

[kt]

1990

24,02

30,95

5,86

10,05

71,83

2017

54,71

22,39

5,25

5,51

111,86

% Breyting 1990-2018

128%

-28%

-11%

-45%

56%

SO2 (SOX) – Brennisteinsdíoxíð

Árið 2018 var losun SO2 á Íslandi 54,71 kt sem er 128% aukning miðað við árið 1990. Megin uppspretta SO2 á Íslandi er losun brennisteinsvetnis (H2S) sem losnar þegar jarðhiti er unninn úr jörðinni og hluti H2S oxast yfir í SO2. Brennisteinslosunin frá jarðvarmaorkuframleiðslu hefur minnkað talsvert á síðustu árum, eftir að Sulfix verkefnið fór í gang við Hellisheiðavirkjun. Einnig losa iðnaðarferlar talsvert magn af SO2.

 
 

NO2 (NOX) – Köfnunarefnisdíoxíð

Stærstu uppsprettur NO2 losunar á Íslandi eru fiskiveiðar og vegasamgöngur. Frá árinu 1990 hefur dregið úr losun á NOx um 28%. Við bruna í bæði bílvélum og í brennslustöðvum, myndast köfnunarefnismónoxíð (NO) þegar köfnunarefni og súrefni hvarfast saman við hátt hitastig. Í andrúmsloftinu oxast svo köfnunarefnismónoxíð smám saman yfir í köfnunarefnisdíoxíð (NO2).

 

NMVOC - Rokgjörn, lífræn efnasambönd

Losun Íslands á rokgjörnum lífrænum efnasamböndum (NMVOC) hefur dregist saman um 45% frá 1990. Megin uppsprettur NMVOC á Íslandi eru vegasamgöngur, leysiefnanotkun og landbúnaður. Frá árinu 1990 hefur dregið verulega úr losun NMVOC frá samgöngum.

 

NH3, CO, Svifryk (PM) og sót(BC)

Nánari upplýsingar um losun loftmengunarefna, eins og NH3, CO, svifryk og sót á Íslandi á árunum 1990-2018 má nálgast í nýjustu skýrslu um losun mengandi efna á Íslandi sem falla undir LRTAP samninginn (Informative Inventory Report)