Umhverfistofnun - Logo

Undirbúningur fyrir námskeið

Umsækjendur um bæði veiðikort og skotvopnaleyfi sækja námskeið hjá Umhverfisstofnun. 

Um er að ræða tvö námskeið. Annars vegar skotvopnanámskeið sem gefur réttindi til að sækja um skotvopnaleyfi hjá lögreglunni og hinsvegar veiðikortanámskeið sem gefur réttindi til þess að stunda skotveiðar.

Veiðikortanámskeið

Kennt er eftir bókinni Veiðar á villtum fuglum og spendýrum eftir Einar Guðmann.

Æskilegt er að hafa lesið bókina fyrir námskeiðið og fæst hún í bókabúð eða á www.eymundsson.is.

Að námskeiði loknu er tekið próf. Svara þarf minnst 75% réttu af prófinu.

Meira um veiðikortanámskeið

Skotvopnanámskeið

Áður en námskeið hefst er ráðlegt að hafa lesið Skotvopnabókina e. Einar Guðmann. Hún fjallar um viðfangsefni skotvopnanámskeiðana.

Bókin fæst í flestum bókabúðum. Ef bókin er ekki fáanleg í þinni bókabúð er það Forlagið ehf. sem sér um dreifingu um allt land.

Nýjasta útgáfan af Skotvopnabókinni kom út 2010. Eldri útgáfur gagnast sem námsefni á námskeiðunum en nýja útgáfan er ítarlegri og betur framsett en þær eldri.

Áður en námskeið hefst er einnig ráðlagt fyrir þá sem aldrei hafa umgengist skotvelli eða skotvopn að leita til skotfélaga og fá kynningu eða leiðsögn.

ATH. Mjög mismunandi er hvort þessi þjónusta er í boði hjá skotfélögum. Leitið því upplýsinga áður en haldið er á völlinn.

Meira um skotvopnanámskeið