Umhverfisstofnun annast framkvæmd skotvopnanámskeiða og prófa samkvæmt samningi við Ríkislögreglustjóra.
Athugið að ekki má eignast eða nota skotvopn nema að fengnu skotvopnaleyfi. Jafnframt má enginn fara á veiðar nema hafa gilt skotvopnaleyfi og hafa meðferðis gilt veiðikort.
Ef lögreglustjóri telur, eftir að hafa kannað umsókn og fylgigögn og önnur þau atriði sem hann telur nauðsynleg, að til greina komi að veita umbeðið leyfi, skal umsækjandi sækja námskeið í notkun og meðferð skotvopna og standast próf að námskeiði loknu.
Ef upp koma vafamál er tengjast skilyrðum eða fylgigögnum þarf viðkomandi að hafa samband við lögregluna.
Ef viðkomandi umsækjenda er hafnað af lögreglu er hægt að óska eftir endurgreiðslu á námskeiðsgjöldum.
Umhverfisstofnun heldur skotvopnanámskeið sem að jafnaði standa yfir 3 daga.
Bóklegi hluti námskeiðsins fer að jafnaði fram á tveimur kvöldum, 4 klst í senn.
Þriðja daginn sækja nemendur verklega þjálfun á skotsvæði þar sem þeir fá undirstöðuþjálfun í meðferð skotvopna.
Dagur 1 - bókleg kennsla:
Dagur 2 - bókleg kennsla:
Dagur 3 - bóklegt próf:
Dagur 4 - verkleg þjálfun:
Mælt er með að nemendur lesi Skotvopnabókina eftir Einar Guðmann áður en námskeiðið hefst.
Eftir að nemendur hafa hlýtt á fyrirlestra á Teams taka þeir stafrænt krossapróf.
Stafræna prófið er tekið á sal í Reykjavík eða á fræðslumiðstöð á landsbyggðinni. Nemandi velur sér próftökustað og próftökutíma í umsóknarferlinu.
Nemendur þurfa að hafa með sér fartölvu, spjaldtölvu eða snjallsíma til að þreyta prófið.
Þegar nemandi mætir í próf skal hann sanna á sér deili með skilríkjum og prófdómari opnar rafrænan aðgang að prófinu.
Þegar allir nemendur hafa komið sér fyrir opna þeir stafrænt próf í gegnum island.is með snjalltæki eða fartölvu og nota til þess rafræn skilríki.
Frá því prófið er opnað hefur nemandi 30 mínútur til að ljúka prófinu.
Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör.