Námskeiðsgjöldin eru greidd með greiðslukorti í umsóknarferlinu.
Samkvæmt 3. mgr. 13. gr. vopnalaga nr. 16/1998 með síðari breytingum, sbr. 27. gr. e. reglugerðar nr. 787/1998 um skotvopn og skotfæri með síðari breytingum, er gjald fyrir námskeið í notkun og meðferð skotvopna ákveðið kr. 27.000.
Í námskeiðsgjaldi er innifalið gjald fyrir próf og endurupptöku prófs einu sinni. Óski próftaki eftir að endurtaka próf oftar skal hann greiða sérstakt prófgjald, sbr. 27. gr. d. reglugerðarinnar, kr. 5.000.
Samkvæmt 33. gr í gjaldskrá fyrir verkefni og þjónustu Umhverfisstofnunar nr 535/2018. Hæfnispróf og veiðinámskeið fyrir veiðimenn. Umhverfisstofnun heldur hæfnispróf fyrir veiðimenn og veiðinámskeið til undirbúnings hæfnisprófa á fyrirfram auglýstum tíma skv. 11. gr. laga, nr. 64/1994, um vernd, friðun og veiðar á villtum fuglum og villtum spendýrum.
Stofnunin innheimtir gjald vegna hæfnisprófa og námskeiða, sbr. 4. mgr. 11. gr. laganna, í samræmi við eftirfarandi: Gjaldið skal vera: a) kr. 7.800 prófgjald fyrir hæfnispróf á auglýstum próftíma; b) kr. 9.900 prófgjald fyrir hæfnispróf utan auglýstra próftíma að ósk viðkomandi einstaklings (einkapróf); c) kr. 14.900 fyrir veiðinámskeið til undirbúnings hæfnisprófi og hæfnispróf. Greiða skal gjald vegna hæfnisprófa eða námskeiða áður en námskeið er setið eða próf þreytt.