Veiðikortanámskeið

Veiðikortanámskeið Umhverfisstofnunar eru ætluð þeim sem vilja sækja um veiðikort. Veiðikort gefur almenn réttindi til þess að stunda skotveiðar á Íslandi samkvæmt íslenskum lögum. Allir sem hyggjast stunda almennar fugla-, refa- eða hreindýraveiðar verða að vera handhafar veiðikorts og ætið bera kortið á sér á veiðum. Skilt er jafnframt að hafa meðferðis skotvopnaskírteini sé um skotveiði að ræða.

Það sem þarf að gera fyrir hæfnipróf veiðimanna, auglýst veiðinámskeið:

  1. Skrá sig á ákveðið námskeið. Sjá link hér fyrir neðan.
  2. Millifæra námskeiðsgjöldin við skráningu. Sjá nánar undir „Námskeiðsgjöld“.
  3. Lesa bókina Veiðar á villtum fuglum og spendýrum fyrir veiðikortanámskeiðið. Bókin er ekki innifalin í námskeiðsgjaldinu. Hún fæst í bókabúðum.

Ekki þarf að skila neinum gögnum til lögreglu ef einungis er farið á veiðinámskeið.

 

Fyrirkomulag veiðikortanámskeiða

Umhverfisstofnun heldur veiðikortanámskeið og býður fram hæfnipróf veiðimanna. Námskeiðið er dagsnámskeið, tekur um sex klukkustundir. Það er að jafnaði kennt síðdegis.

Efnisflokkar:

  • Bráðin
  • Lög reglur og öryggi 
  • Náttúru- og dýravernd 
  • Stofnvistfræði 
  • Veiðar og veiðisiðfræði 
  • Próf

Próf er tekið að loknum fyrirlestri á námskeiðinu. Fullnægjandi árangur á prófinu er 75% rétt svör.

Námskeiðstímabilið er frá maí til júní og aftur frá ágúst og út október. Upptökupróf eru í boði á sama tímabili.

 

Næstu Veiðikortanámskeið

 

Reykjavík

vREK0419 (FULLBÓKAÐ)
27. ágúst kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

vREK05191 (FULLBÓKAÐ)
10. sept. kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

vREK0619 (FULLBÓKAÐ)
17. sept. kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

vREK0719 (FULLBÓKAÐ)
24. sept. kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

vREK0818
1. okt. kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

vREK0919
8. okt. kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

vREK1019
15. okt. kl. 17:00-23:00 á Grand Hótel.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

Akureyri

vAKU0219
20. ágúst kl. 17:00-23:00 hjá Háskólanum á Akureyri (M201).
Leiðbeinandi Arnór Þórir Sigfússon

Rangárvellir

vRAN0119

12. september kl. 17:00-23:00 í Fræðagarði í Gunnarsholti
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

Borgarnes

vBOR0119
10. október kl 17:00-23:00 á Hótel Hamri (með fyrirvara)
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

Akranes 

vAKR0119
3. sept. kl. 17:00-23:00 í Grundaskóla.
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

Reyðarfjörður

vREÐ0119
19. sept. kl. 17:00-23:00 hjá Austurbrú á Reyðarfirði
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon

Sauðárkrókur

vSKA0119
19. ágúst kl. 17:00-23:00 hjá Skotfélaginu Ósmann
Leiðbeinandi: Arnór Þórir Sigfússon