Veiðifrétt

15.09.2019 20:05

16. sept. 2019

Tarfaveiðum lokið í ár. Einn tarfur veiddist ekki á sv. 1, tveir á sv. 3 og 2 á sv. 8, á öðrum svæðum náðist kvótinn. Siggi Einars með einn að veiða kú á sv. 2, fellt á Hraungarði, Steinar Grétars með einn að veiða kú á sv. 2, fellt á Hraungarði, Alli Hákonar með tvo að veiða kýr á sv. 2, fellt við Keldá, Alli í Klausturseli með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Þrælaöldu, Jakob Karls með einn að veiða kú á sv. 2, fellt við Grjótá, Siggi Aðalsteins með þrjá að veiða kýr á sv. 2, og fór svo með tvo til viðbótar, fellt í Kálfafellslakka og í Bæjarflóa, Reimar með einn að veiða kú á sv. 2, fellt í Flatarheiði, Jónas Hafþór með einn að veiða kú á sv. 2, fellt í Flatarheiði, Einar Axels með einn að veiða kú á sv. 2, fellt í Flatarheiði, Sæmundur með einn að veiða kú á sv. 2, fellt í Flatarheiði, Tóti Borgars með tvo að veiða kýr á sv. 3, fellt í Beinageit og í Sandaskörðum, Jón Egill með einn að veiða kú á sv. 3, fellt í Hvannstóðsdal, Sævar með einn að veiða kú á sv. 4, fellt undir Jökulbotnum í Mjóafirði, Stebbi Magg með einn að veiða kú á sv. 6, fellt við Líkárvötn, Gunnar Bragi með einn að veiða kú á sv. 8, fellt í Árnastaðamúla.
Til baka