Umhverfistofnun - Logo

Umhverfisvarpið

Umhverfisvarpið er reglubundin fræðsla á vegum Umhverfisstofnunar. Fræðslan er send út rafrænt og er opin öllum. Í Umhverfisvarpinu er hinum ýmsu verkefnum stofnunarinnar miðlað af sérfræðingum stofnunarinnar, kynntar eru niðurstöður verkefna og rannsókna.
 
Markhópur fræðslunnar getur verið mismunandi eftir viðfangsefnum hverju sinni. Markhóparnir geta verið almenningur, fjölmiðlar, fyrirtæki, aðrar stofnanir, nemendur o.s.frv.
 
Markmið verkefnisins er að stunda markvissa upplýsingagjöf sem er eitt af átta yfirmarkmiðum stofnunarinnar. Einnig að auka þekkingu á verkefnum stofnunarinnar, auka umhverfisvitund í samfélaginu, auka gegnsæi, auka aðgengi að sérfræðingum og halda fjarfundamenningu á lofti. 

Upptökur af Umhverfisvarpi

 

#7 Grænn lífsstíll Gró Einarsdóttir - 27. janúar 2021

 

#6 Störf landvarða, í hverju felast þau? Hákon Ásgeirsson - 11. desember 2020

 

#5 Umsagnir - Hvað er það? Rakel Kristjánsdóttir og Axel Benediktsson - 25. nóvember 2020

 

#4 Hvað er grænþvottur? Birgitta Stefánsdóttir, Ásdís Nína Magnúsdóttir - 28. september 2020

 

#3 Losunarbókhald Íslands Ásta Karen Helgadóttir, Rafn Helgason, Sigríður Rós Einarsdóttir - 10. júní 2020

 

 

#2 Átak í friðlýsingu Hildur Vésteinsdóttir - 20. maí 2020

 

#1 Áherslur og árangur í mengunareftirliti Halla Einarsdóttir - 29. apríl 2020