Aðgerðaáætlun

Umhverfis- og loftslagsstefna

 

Aðgerðaáætlun Umhverfisstofnunar í umhverfis- og loftslagsmálum er gerð til þriggja ára í senn en endurskoðuð árlega. Umhverfisráð stofnunarinnar vinnur að framkvæmd hennar með aðkomu annarra starfsmanna eftir því sem við á. Auk markmiða sem snúa beint að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda (GHL) setur stofnunin sér markmið til að draga úr öðrum neikvæðum umhverfisáhrifum, svo sem varðandi innkaup, úrgangsmál, samgöngusamninga, umhverfisfræðslu og fleira.

Aðgerðaáætlun 2020-2022 (PDF)

Aðgerðaáætlun

 

 

Dæmi um aðgerðir

Aðgerðaáætlunina má nálgast í heild sinni í PDF skjalinu hér að ofan. Þar má sjá hvernig áætlunin greinist skv. flæðinu Áherslur » Markmið » Aðgerðir. Hér að neðan má sjá nokkur dæmi um aðgerðir á áætlun.

Samgöngur

  • Könnum aðstöðu fyrir hjólreiðafólk á starfsstöðvum á landsbyggðinni og hvort eitthvað sé ábótavant. Sendum tillögur um endurbætur til yfirstjórnar ef svo er.Úrgangur
  • Gerum greiningu á samningum við bílaleigur og leigubílafyrirtæki og tryggjum að losun frá bílaleigu- og leigubílum á vegum stofnunarinnar sé sem minnst.
  • Við munum ekki sækja fundi erlendis nema fyrir liggi skýr dagskrá og ljóst sé að við eigum erindi á viðkomandi fund.
  • Starfsfólk sem ekur mikið vegna vinnu sinnar sitji námskeið í vistakstri.
  • Aukum hlut rafbíla hjá stofnuninni. Gerum greiningu á rafhleðslustöðum á starfssvæðum landvarða og sömuleiðis bílaflota og könnum hvort einhverjir landverðir geti verið á rafbíl við störf.

 

Úrgangur

  • ÚrgangurGerum skýrari flokkunarleiðbeiningar fyrir starfsfólk og gesti á öllum starfsstöðvum þar sem fram kemur hvar flokkunartunnur er að finna og hvernig skal flokka. Leiðbeiningar sýnilegar í matsal/á kaffistofum, á öllum hæðum og á innri vef.
  • Gerum tunnur fyrir óflokkaðan úrgang óaðgengilegri. Förum yfir hvar þær eru staðsettar og fjarlægjum þær sem óþarfar eru.
  • Fáum yfirlit yfir úrganginn á þriggja mánaða fresti frá Terra og tryggjum þannig betra viðbragð.
  • Mótum verklag svo að rafrænum erindum sé svarað rafrænt án þess að það þurfi að koma til þess að prenta út bréf sem óþarfi er að eiga á pappír.

 

Orkunotkun

  • Fræðum starfsmenn til að fyrirbyggja hátt stillta ofna og opna glugga á sumrin.
  • Fylgjumst sérstaklega með heitavatnsnotkun vegna snjóbræðslu.Úrgangur
  • Hvetjum starfsmenn til að hafa ljós ekki kveikt að óþörfu og minnum á að slökkva ljós í herbergjum þar sem viðvera er lítil. Límmiðar Grænna skrefa þess efnis verða hengdir upp og tölvupóstar sendir út til áminningar.
  • Fylgjumst með orkunotkun vegna loftræsikerfis.

 

Ýmislegt annað

  • ÚrgangurUmhverfismerktar vörur og þjónusta eru valin umfram annað í öllum innkaupum. Um þetta verða útbúnar leiðbeiningar fyrir innkaupafólk.
  • Innkaup stofnunarinnar fylgja kröfum Grænna skrefa og stefnu ríkisins um vistvæn innkaup.
  • Tökum þátt í viðburðum eins og Hjólað í vinnuna, Samgönguviku, Degi umhverfisins, Hreinsum Reykjavík saman, Plastlausum september og Evrópskri Nýtniviku.