Stök frétt

Mynd: Kelly Sikkema - Unsplash

Framkvæmdarstjórn ESB hefur samþykkt dídekýldímetýlammóníumklóríð (DDAC) sem virkt efni fyrir sæfivörur   í vöruflokkum 1 og 2. Samþykktardagsetningin er 1. febrúar 2024. 

Einnig er fyrirhuguð samþykkt á virka efninu bensalkóníumklóríð (ADBAC/BKC) fyrir sæfivörur í vöruflokkum 1 og 2. Líkleg samþykktardagsetning er 1. júlí 2024. 

Bæði efnin tilheyra hópi svokallaðra fjórgildra ammóníumsambanda   og hlutu samþykki til notkunar í vöruflokkum 3 og 4 þann 1. nóvember síðastliðinn. 

Umhverfisstofnun hvetur söluaðila alkóhóllausra sótthreinsa að huga nú þegar að umsókn um markaðsleyfi fyrir sínar vörur svo að þær geti haldist á markaði uns markaðsleyfi hefur verið gefið út.

Frekari upplýsingar um setningu sótthreinsa á markað má finna hér.