Stök frétt

Mynd: Jed Owen - Unsplash
Umhverfisstofnun vekur athygli á því að innflytjendum og seljendum ber að merkja innfluttar rjúpur og rjúpnaafurðir með upprunalandi.  

Það er ekki síður mikilvægt að veitingastaðir, sérverslanir með kjötvörur o.þ.h. merki allar rjúpuafurðir t.d. á matseðlum svo neytendur sjái skýrt hvaðan rjúpan sem á boðstólum er er upprunnin.  

Þessi skylda nær til: 

  • Verslana 
  • Veitingastaða 
  • Innflutningsaðila 
  • Heildsala 
  • Allra sem selja innfluttar rjúpur eða rjúpnaafurðir 

Reglur þessar eiga rætur að rekja til 10. gr. reglugerðar nr. 456/1994 um fuglaveiðar og nýtingu hlunninda af villtum fuglum með síðari breytingum. 

Nýverið tók umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra ákvörðun um fyrirkomulag rjúpnaveiða fyrir yfirstandandi ár. Meðal þess sem fólgið er í ákvörðun ráðherra er áframhaldandi sölubann á rjúpum veiddum hér á landi.