Stök frétt

Sérfræðingar Umhverfisstofnunar voru á ferðinni við Kleifarvatn í vikunni og sáu mikið af grjóthruni í kjölfar jarðhræringanna á Reykjanesi eins og meðfylgjandi myndir bera með sér. Hrunið á sér stað víða á svæðinu hvort heldur sem er meðfram vegum eða í fjörunni.

Umhverfisstofnun bendir fólki á að fara sérstaklega varlega um svæðið.