Stök frétt

Mynd: Jan Kopřiva - Unsplash

Námskeið um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna í júní 2022

Landbúnaðarháskóli Íslands heldur námskeið um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna í júní 2022 og kennt verður í fjarkennslu. Námskeiðið er ætlað þeim sem hyggjast nota plöntuverndarvörur eða útrýmingarefni í atvinnuskyni, annað hvort við eyðingu meindýra eða í landbúnaði eða garðyrkju, þ.m.t. garðaúðun. Vakin er athygli á því að námskeiðið er einnig ætlað fyrir þá sem þurfa að endurnýja notendaleyfi sitt.

Námskeiðinu er skipt upp í þrjá hluta fyrir eftirfarandi markhópa:

  • Þá sem hyggjast sækja um eða endurnýja notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum í landbúnaði og garðyrkju, þ.m.t. garðaúðun,
  • Þá sem hyggjast sækja um eða endurnýja notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum við eyðingu meindýra.
  • Þá sem hyggjast sækja um eða endurnýja notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum í landbúnaði og garðyrkju, þ.m.t. garðaúðun, sem og fyrir útrýmingarefnum við eyðingu meindýra.

Hægt er að taka einstaka hluta námskeiðsins eða alla hluta í heild sinni. Námskrá námskeiðsins byggist á ákvæðum í reglugerð um meðferð plöntuverndarvara og útrýmingarefna. Til þess að öðlast þau réttindi sem námskeiðið veitir þarf að standast próf í lok námskeiðs. 

Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Landbúnaðarháskóla Íslands, einnig er hægt að senda tölvupóst á endurmenntun@lbhi.is.

Skráning fer fram hér:  https://endurmenntun.lbhi.is/varnarefni/ 
Umhverfisstofnun gefur út notendaleyfi fyrir þá sem kaupa og nota notendaleyfisskyldar vörur. Þeir sem nota útrýmingarefni til eyðingar meindýra skulu hafa notendaleyfi fyrir útrýmingarefnum og þeir sem nota plöntuverndarvörur í landbúnaði og garðyrkju þ.m.t. garðaúðun skulu hafa notendaleyfi fyrir plöntuverndarvörum.