Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Fjallax ehf. Hallkelshólum, Grímsnes- og Grafningshrepp. Um er að ræða landeldi sem heimilar allt að 100 tonna lífmassa á hverjum tíma.

Rekstaraðili sendi fyrirspurn til Skipulagsstofnunar vegna matsskyldu framkvæmdarinnar og birti stofnunin ákvörðun sína þann 19. október 2021 um að hún þyrfti ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum. Umhverfisstofnun veitti umsögn í því ferli og gerir ekki athugasemdir við þá niðurstöðu.

Tillaga að starfsleyfi var auglýst á tímabilinu 6. desember 2021 til og með 4. janúar 2022 þar sem hægt var að koma með athugasemdir vegna hennar. Engin athugasemd barst vegna tillögunnar á auglýsingatíma. Greinargerð vegna útgáfunnar fylgir aftast í starsleyfinu sbr. 6. gr. reglugerðar nr. 550/2018.

Tengd skjöl
Ákvörðun um útgáfu
Starfsleyfi Fjallalax ehf.