Stök frétt

Bláskelin verður afhent við formlega athöfn í dag kl. 17 í Auðarsal í Veröld, húsi Vigdísar. Viðburðinum verður einnig streymt. Fundarstjóri verður Sævar Helgi Bragason.

Bláskelin er viðurkenning sem er veitt fyrirtæki, stofnun, einstaklingi eða öðrum fyrir framúrskarandi lausnir sem stuðla að minni plastnotkun og plastúrgangi í samfélaginu. Guðmundur Ingi Guðbrandsson, umhverfis- og auðlindaráðherra mun afhenda verðlaunin.

Dagskrá:

  • Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir, formaður Plastlauss september setur málþingið   
  • Ávarp dómnefndar Bláskeljarinnar
  • Guðmundur Ingi Guðbrandsson afhendir Bláskelina
  • Handhafi viðurkenningar flytur stutta tölu og myndband um vinningshafann verður frumflutt
  • „Gefum lífríki sjávar séns í baráttunni gegn loftslagsbreytingum – burt með plastið“ – Ragnhildur Friðriksdóttir, verkefnastjóri hjá Matís, flytur erindi
  • „Plast og hamfarahlýnun“ – Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Landverndar, flytur erindi
  • Umræður

Öllum er velkomið að koma á viðburðinn eða fylgjast með í streymi.

Sautján aðilar voru tilnefndir til Bláskeljarinnar í ár. Fjórir aðilar hafa verið valdir í úrslitahóp, en það eru Te & Kaffi,  Bambahús, Pure north Recycling, og HempPack.