Stök frétt

Í vor komu landverðir á Fjallabaki að skemmdum á mosagrónu svæði eftir vélsleða. Það getur verið tímafrekt að afmá gróðurskemmdir og var það því vel þegið þegar félagar úr Landsambandi Íslenskra Vélsleðamanna buðu fram krafta sína ásamt Magneu Magnúsdóttir umhverfis og landgræðslustjóri Orku Náttúrunnar sem hefur góða þekkingu á lagfæringu á skemmdum á mosa. Aðgerðin heppnaðist vel og tók ekki langan tíma þökk sé góðri samvinnu. Skemmdirnar munu að öllum líkindum hverfa með tíð og tíma.