Stök frétt

Umhverfisstofnun stendur nú fyrir átaki til að auka meðvitund fólks um að draga úr notkun á einnota plastvörum.

Við Íslendingar látum alltof mikinn úrgang frá okkur fara með óþarfa neyslu. Nú viljum við taka höndum saman, draga úr og hætta notkun á einnota vörum eftir því sem kostur er.

Þetta krefst þess að við gefum gaum að neysluhegðun okkar. Þarftu rör í drykkinn þinn eða plastlok á kaffibollann?

Umhverfisstofnun hvetur alla landsmenn til að:

  • Nota margnota borðbúnað og plastlausar skreytingar
  • Hafa með sér fjölnotadrykkjarílát fyrir kalda og heita drykki
  • Taka með sér margnota poka í verslanir
  • Afþakka plaströr eða hræru í kokteilinn eða þeytinginn

Umhverfisstofnun vill einnig hvetja fyrirtæki til þess að auka framboð á sjálfbærum og margnota lausnum, hætta notkun einnota plasts í rekstri, og verða þannig hluti af sjálfbærara neyslusamfélagi.

Einnota er óþarfi!