Stök frétt

Þann 8. janúar sl. fór fram eftirlit af hálfu Umhverfisstofnunar í versluninni Föndurlist í kjölfar ábendingar um markaðssetningu á efnavörunni Borax í umbúðum sem ekki uppfylltu skilyrði efnalaga nr. 61/2013 og reglugerðar 415/2014 um flokkun og merkingu efnavara. Um er að ræða þvottaefni sem hafði verið umpakkað í poka án þess að pokarnir væru merktir með viðeigandi hættumerkjum og varnaðarsetningum í samræmi við lög og reglur. Varan var markaðssett í þeim tilgangi að búa til slím - eins og nú er vinsælt meðal barna.

Í kjölfar eftirlitsins ákvað Föndurlist í samráði við Umhverfisstofnun að hætta markaðssetningu vörunnar þann 25. janúar sl. og innkalla hana. Viðskiptavinir sem keyptu umrædda vöru geta því skilað henni í verslun Föndurlistar að Strandgötu 75 í Hafnarfirði.

Myndin sýnir ólöglegu umbúðirnar.