Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir rekstur spilliefnamóttöku í Gufunesi. Heimilt er að taka á móti að hámarki 5.200 tonnum af spilliefnum á ári til undirbúnings fyrir endurnýtingu, t.d. flokkunar, pökkunar, annars frágangs og geymslu. 

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfinu á vefsíðu stofnunarinnar á tímabilinu 20. september til 22 október 2018 og var gefinn kostur á skriflegum umsögnum um tillöguna á því tímabili. Ein umsögn barst á auglýsingartíma frá skipulagsfulltrúa Reykjavíkur. Upplýsingar um viðbrögð Umhverfisstofnunar við umsögninni og breytingar frá auglýstri tillögu er að finna í greinargerð með starfsleyfinu.

Starfsleyfi þetta, sem gefið er út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir, reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarnaeftirlit, laga nr. 55/2003 um meðhöndlun úrgangs og reglugerðar nr. 737/2003 um meðhöndlun úrgangs, öðlast þegar gildi. Starfsleyfið gildir til 31.12.2030.

Auglýsing þessi er birt á fréttavefsvæði Umhverfisstofnunar en auk þess í sérstökum dálk fyrir opinberar birtingar á starfsleyfum sem stofnunin gefur út.

Tengd skjöl: