Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur gefið út starfsleyfi fyrir sjókvíaeldi fyrir Fiskeldi Austfjarða hf. til framleiðslu á allt að 3.000 tonnum af regnbogasilungi á ári í Fáskrúðsfirði. Starfsleyfið byggir á skilyrðum á grundvelli reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarvarnareftirlilt sem sett er með stoð í 5. gr. laga nr. 7/1998, um hollustuhætti og mengunarvarnir, sbr. 1. mgr. 6. gr. laga nr. 7/1998. Starfsleyfi Umhverfisstofnunar tekur á mengunarþætti eldisins og gerir ítarlegar kröfur um takmörkun á mengun, eftirlit og mælingar á starfstíma.

Umhverfisstofnun auglýsti tillögu að starfsleyfinu á vefsíðu stofnunarinnar þann 9. maí sl. og var frestur til að skila inn athugasemdum til og með 7. júní 2018. Tillagan var einnig send til Matvælastofnunar, Skipulagsstofnunar, Hafrannsóknarstofnunar, Landsambands fiskeldisstöðva og Landsambands veiðifélaga. Tillagan var einnig send til sveitarfélagsins Fjarðabyggðar þann 9. maí og var hún aðgengileg hjá sveitarstjórn. Á auglýsingatíma tók gildi reglugerð nr. 550/2018 og fór um útgáfu starfsleyfis að öðru leyti eftir þeirri reglugerð eins og við á, auk reglugerðar nr. 785/1999.

Áður en tillagan að starfsleyfinu var auglýst hafði heilbrigðisfulltrúum á Austfjörðum verið gert viðvart um málið með tölvupóstum 21. mars 2018. Jafnframt var kynnt álit Umhverfisstofnunar á áhrifum hugsanlegrar mengunar vegna eldisins sbr. gr. 8.3 í rg. nr. 785/1999.

Umhverfisstofnun barst ein umsögn um starfsleyfistillöguna á auglýsingatíma. Hún kom frá Óttari Yngvasyni fyrir hönd náttúruverndarfélagsins LAXINN LIFI, Náttúruverndarsamtaka Íslands, Veiðifélags Breiðdæla, Veiðifélags Hofsár og Sunnudalsár, Veiðifélags Selár og Veiðifélags Vesturdalsár.

Umhverfisstofnun sendir Matvælastofnun starfsleyfið eftir ákvörðun um útgáfu sbr. 4. gr. a laga nr. 71/2008, um fiskeldi, og skal afhent og birt umsækjanda. Starfsleyfið öðlast gildi við afhendingu Matvælastofnunar til rekstraraðila (afhent 2.júlí 2018.) og gildir til 22. júní 2034.

Tengd skjöl