Stök frétt

Höfundur myndar: Sigurður Ingason

Starfsleyfistillaga fyrir Náttúru fiskirækt ehf. Umhverfisstofnun hefur unnið tillögu að starfsleyfi fyrir Náttúru fiskirækt ehf. í Þorlákshöfn. Samkvæmt tillögunni verður félaginu heimilt að reka fiskeldisstöð að Laxabraut 5, Þorlákshöfn. Heimilt verður að framleiða í stöðinni allt að 1.200 tonn af bleikju á ári. Einnig verður heimilt að reka sláturhús til eigin nota á eldisstað. 

Í fiskeldinu er notað vatn úr borholum á staðnum og frá stöðinni rennur frárennslisvatn til sjávar. Stöðin hefur starfað í nokkurn tíma en vegna mun meiri umsvifa en áður verður Umhverfisstofnun nú útgefandi starfsleyfis í stað Heilbrigðisnefndar Suðurlandssvæðis. 

Tillagan, ásamt starfsleyfisumsókn og fylgigögnum, mun liggja frammi til kynningar í afgreiðslu sveitarfélagsins Ölfuss, Hafnarbergi 1, Þorlákshöfn, á tímabilinu 12. desember til 6. febrúar 2014. Starfsleyfistillögu og önnur gögn má einnig nálgast á heimasíðu Umhverfisstofnunar á auglýsingatímabilinu. 

Öllum er frjálst að gera athugasemdir við starfsleyfistillöguna. Þær skulu vera skriflegar, undirritaðar með nafni og heimilisfangi og sendar Umhverfisstofnun. 

Frestur til að skila inn athugasemdum er til 6. febrúar 2014.

Tengd gögn