Stök frétt

Þú meðhöndlar hreindýrahakk á svipaðan hátt og nautahakk. Þar sem það er nokkurn veginn fitulaust þá er þörf á að blanda í það einhverju sem bindur það saman og varnar því að það þorni upp. Þú kryddar þetta síðan með salti og pipar og mjög fínt skornum lauk og Touch of Taste (ekki bæta vatni í). Þú getur aukið við villibragðið með því að nota Vild og kantarell fond frá Touch of Taste eða gert bollurnar meira hlutlausar með því að nota kalv-fondinn
Þegar þú steikir kjötbollurnar þá skaltu gera það við háan hita til að brúna þær, lækkaðu síðan hitann og leyfðu þeim að steikjast hægt undir loki í 5-8 min. Passaðu þig á að ofelda þær ekki þar sem þá verða þær of þurrar.

Sósan – fjarlægðu kjötbollurnar af pönnunni og haltu þeim heitum undir álpappír í ofni. Blandaðu smá mjólk eða rjóma út á pönnuna og hrærðu vel úr botninum af pönnunni til að fá eins mikið af búna bragðinu í sósuna og kostur er. Hrærðu saman við bréfi af Blå Band Brúnsósu eða Rauðvínssósu og láttu suðuna koma upp. Smakkaðu til með smávegis af Vild og kantarell-fond frá Touch of Taste. Síðan er hefðbundið að setja að endingu 1 – 2 msk af rifsberjahlaupi og tsk af góðu Dijon sinnepi. Þetta á að gera rétt áður en borið er fram því sósan má ekki sjóða eftir að sinnepið hefur verið sett í hana.
Með því að bera hreindýrabollurnar fram með steiktum villisveppum (kantarellum eða maurell) og grilluðum sellerírótarstrimlum þá muntu auka enn frekar á villbráðarbragðið.

600 g hreindýrahakk
4 msk. brauðrasp (helst mulið, þurrkað franskbrauð)
1 dl mjólk eða matreiðslurjómi
1 egg
3-4 einiber, steytt í morteli eða kramin og söxuð smátt
1/2 tsk. tímían
1 tsk. villikryddblanda frá Pottagöldrum
2 msk. sæt sojasósa (Ketjap manis)
salt og svartur, grófmalaður pipar eftir smekk
1-2 msk. hveiti

Blandið öllu vel saman og hrærið þar til farsið er hæfilega þykkt til að rúlla bollur úr því. Rúllið litlar bollur úr farsinu, ef það er of þurrt má bæta í það mjólk eða rjóma, ef það er of blautt má bæta hveiti út í. Steikið bollurnar við meðalhita í smjöri og útbúið sósu úr steikarskófinni eða gerið gráðostasósu með. Berið fram með rifsberjahlaupi eða títuberjasultu, kartöflum og eplasalati.