Stök frétt

Í haust var efnt til sketsakeppni fyrir framhaldsskólanema. Keppninni er nú lokið og sigurvegarar hafa verið krýndir. Tilgangur keppninnar er að kynna norræna umhverfismerkið Svaninn fyrir ungu fólki og um leið vekja það til umhugsunar um umhverfismál almennt. Ungt fólk í framhaldsskólum eru framtíðar neytendur og því er mikilvægt að kynna fyrir þeim þann valmöguleika sem umhverfismerkið Svanurinn býður neytendum upp á þegar kemur að því að velja vöru eða þjónustu sem er betri fyrir umhverfi og heilsu.

Keppnin tókst afbragðsvel en alls bárust 14 sketsar. Þriggja manna dómnefnd valdi besta sketsinn en í dómnefndinni sátu Ari Eldjárn uppistandari og handritshöfundur, Andri Snær Magnason rithöfundur og Elva Rakel Jónsdóttir umhverfisfræðingur. Besti sketsinn var fluttur í Kastljósi fimmtudaginn 18. nóvember en höfundar hans heita: Sigurjón Fjalar Sighvatsson, Jónas Ellertsson og Aron Nökkvi Ólafsson úr Fjölbrautarskóla Suðurlands. Þeir hlutu hver um sig iPod Touch í verðlaun.

Birt verður alla sketsana á næstunni á vefsvæði Svansins.