Umhverfistofnun - Logo

Akstur utan vega að gosstöðvum

Samkvæmt ákvæðum 31. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd er óheimilt að aka vélknúnum ökutækjum utan vega. Þó er heimilt, skv. 2. mgr. ef nauðsyn krefur að aka vélknúnum ökutækjum utan vega m.a. vegna björgunarstarfa, lögreglustarfa, sjúkraflutninga, rannsókna og landmælinga enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. Þá er heimilt ef nauðsyn krefur og með sérstöku leyfi Umhverfisstofnunar að aka vélknúnum ökutækjum utan vega vegna kvikmyndagerðar sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt.

 Á grundvelli 2. mgr. 31. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 heimilaði Umhverfisstofnun fjölmiðlum tímabundið, sbr. 2. gr. laga um fjölmiðla nr. 38/2011, fyrir sitt leiti akstur utan vega að gosstöðvum í Geldingadölum eftir leið um Meradali og Einihlíðar vegna kvikmyndatöku, enda sé ekki unnt að vinna viðkomandi störf á annan hátt. Heimildin gilti til 10. júní 2021. Þar sem hraun hefur valdið því að hvoruga leiðina er hægt að nota til að aka að gosstöðvunum og ekki er um aðrar akfærar leiðir að ræða framlengdi Umhverfisstofnun ekki undanþáguna. Komi til þess að aðstæður á gosstöðvunum breytist varðandi möguleika á akstri mun Umhverfisstofnun taka það til skoðunar og bregðast við í kjölfarið.