Umhverfistofnun - Logo

Goðafoss

Undanfarið hafa fulltrúar Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar og landeigenda unnið að gerð stjórnunar- og verndaráætlunar fyrir Goðafoss í Skjálfandafljóti, en fossinn var friðlýstur sem náttúruvætti þann 11. júní 2020.

Tillaga að áætluninni og aðgerðaáætlun í tengslum við hana hefur nú verið lögð fram til kynningar á heimasíðu Umhverfisstofnunar, sjá hér:

Goðafoss er einn af vatnsmestu fossum landsins. Hann greinist í tvo meginfossa og nokkra smærri.

Ásýnd fossins er fjölbreytileg eftir vatnsmagni, veðurfari og árstíð. Fossinn er 9-17 m hár og um 30 m breiður.

Eins og áður segir liggja drög að áætluninni nú frammi til kynningar og er öllum frjálst að koma á framfæri athugasemdum og ábendingum vegna hennar. Frestur til að skila inn ábendingum og athugasemdum varðandi tillöguna er til og með 29. nóvember 2021.

Hægt er að skila inn ábendingum og athugasemdum hér að neðan eða senda póst til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Hér er hægt að finna fleiri upplýsingar um vinnslu áætlunarinnar eins og fundargerðir samstarfshóps.