Vatnajökulsþjóðgarður



Vatnajökulsþjóðgarður er starfræktur samkvæmt lögum nr. 60/2007. 

Þjóðgarðurinn í heild sinni, alls 14.000 ferkílómetrar, var skráður á heimsminjaskrá UNESCO sumarið 2019 á grundvelli einstakrar náttúru hans. Þjóðgarðurinn varð þar með þriðja svæðið á Íslandi á þeirri skrá á eftir Þingvöllum og Surtsey.

Náttúra og landslag þjóðgarðsins einkennist af einstöku samspili elds og íss, en hvergi á jörðu eru eldgos undir jökli jafn tíð og í Vatnajökli. Þjóðgarðurinn allur er einnig eitt fjölbreyttasta eldfjallasvæði jarðar. 

Vefur Vatnajökulsþjóðgarðs