Umhverfistofnun - Logo

Látrabjarg

Í fyrstu náttúruverndaráætlun Alþingis (2004-2008) var samþykkt ályktun um að Látrabjarg og nágrenni yrði friðlýst sem búsvæði fugla. Frá árinu 2011 hefur Umhverfisstofnun unnið að undirbúningi friðlýsingar með samtali við landeigendur, sveitarfélag og fleiri. Skipaður var samstarfshópur sem í áttu sæti fulltrúar Umhverfisstofnunar, landeigenda og sveitarfélags sem hafði það hlutverk að vinna að undirbúningi friðlýsingarinnar. 


Í samræmi við 2. mgr. 39. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 kynnti Umhverfisstofnun opinberlega tillögu að friðlýsingu svæðisins þann 17. apríl 2019. Frestur til að gera athugasemdir var til og með 18. júlí 2019. Tillagan sem lögð var fram byggði á því samtali sem hafði átt sér stað á vettvangi samstarfshóps og þeim athugasemdum sem áður höfðu borist. Athugasemdir og ábendingar bárust frá 10 aðilum. Gerð er grein fyrir athugasemdum og viðbrögðum Umhverfisstofnunar við þeim í Umsögn um framkomnar athugasemdir við tillögu að friðlýsingu Látrabjargs í Vesturbyggð.  

Þann 9. desember 2019 vísaði Umhverfisstofnun máli varðandi friðlýsingu Látrabjargs  til umhverfis- og auðlindaráðherra með vísan til 39. gr. laga um náttúruvernd nr. 60/2013 þar sem lagt var til að um 9,7 km hluti Látrabjargs verði friðlýstur sem friðland samkvæmt þeirri tillögu sem Umhverfisstofnun vann og byggði á samtali við samstarfshóps sem í áttu sæti fulltrúar landeigenda og sveitarfélags. 

Senda ábendingu

Upplýsingar

Skrár