Umhverfistofnun - Logo

Hellar í Þeistareykjahrauni

Umhverfisstofnun leggur hér með fram tillögu að friðlýsingu hella í Þeistareykjahrauni í samræmi við 39. gr. laga nr. 60/2013 um náttúruvernd. Tillagan er unnin af samstarfshópi skipaður fulltrúum Umhverfisstofnunar, Þingeyjarsveitar sem einnig er landeigandi, Landsvirkjunar sem er rétthafi hluta þess lands sem fellur undir friðlýsingu og fulltrúa umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis.

Markmið með friðlýsingu svæðisins er að varðveita og vernda til framtíðar einstaka hella, náttúrumyndanir þeirra, hraun sem og gróðurfar og örveruflóru sem fyrirfinnst í og við hellana innan hins friðlýsta svæðis. Jafnframt er markmið friðlýsingarinnar að standa vörð um ásýnd og einkenni hellanna. Með friðlýsingunni er einnig stuðlað að því að sjálfbærni sé höfð að leiðarljósi við nýtingu innan svæðisins ásamt því að treysta rannsóknar- og fræðslugildi þess.

Frestur til að gera athugasemdir við tillöguna er til og með 24. maí 2022.
Athugasemdum og ábendingum skal skila inn á formi hér fyrir neðan, með tölvupósti á netfangið ust@ust.is eða með pósti til Umhverfisstofnunar, Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík.

Umhverfisstofnun vekur athygli á því að innsendar athugasemdir eru hluti af stjórnsýslumáli og kunna að verða afhentar þriðja aðila sé þess óskað í samræmi við upplýsingalög nr. 140/2012.

Frekari upplýsingar veita Davíð Örvar Hansson (davidh@ust.is) eða Ingibjörg Marta Bjarnadóttir (ingibjorgb@ust.is) með tölvupósti eða í síma 591-2000.