Umhverfistofnun - Logo

Losun Íslands

Photo by John Salvino on Unsplash

Á hverju ári skilar Umhverfisstofnun skýrslu um losun loftmengunarefna á Íslandi frá árinu 1990 til samnings Sameinuðu þjóðanna um loftmengun sem berst langar leiðir milli landa (The United Nations Convention on Long-range Transboundary Air Pollution (LRTAP Convention)). Samningurinn öðlaðist gildi 1983 og hefur verið undirritaður af 51 ríki, þar á meðal Íslandi.

Ísland hefur undirritað samninginn sjálfan og báðar Árósar-bókanirnar, um þungmálma og þrávirk lífræn efni (Persistent Organic Pollutants-POPs). Ísland hefur aðeins staðfest bókunina um þrávirku lífrænu efnin og er því sérstaklega fjallað um þrávirk lífræn efni (POPs) í bókhaldi Íslands um loftmengunarefni. Upplýsingar um losun annarra loftmengunarefna er ábótavant, en í þeim tilfellum sem upplýsingar liggja fyrir er gert grein fyrir þeim í bókhaldi Íslands.

Losun þrávirkra lífrænna efna (POPs)

Undir Árósar-bókunina falla 16 þrávirk lífrænna efni og er notkun á hluta þeirra bönnuð, en aðildaríkin skulu halda ítarlegt bókhald um losun þeirra efna er falla undir bókunina og draga úr og með tímanum hætta notkun á eftirfarandi þrávirkum lífrænum efnum:

 • PCDD/PCDF - dioxín/fúrön
 • PAH4 – Fjölhringja arómatísk vetniskolefni
  • B(a)p -Benzo(a)pyrene
  • B(b)f - Benzo(b)fluoranthene
  • B(k)f - Benxo(k)fluoranthene
  • Indeno (1,2,3-cd)pyrene
 • HCB - Hexaklóróbensen
 • PCBs - Pólíklórbífenýlsambönd

Ísland skilar upplýsingum um losun á öllum ofangreindum efnum í samræmi við Árósar-bókunina, nema PCBs. PCBs er nýjasta viðbótin í Árósar-bókunina og vinnur Umhverfisstofnun að því að taka saman tölur um losun á PCBs á Íslandi. 

Losun annarra loftmengunarefna og óbeinna gróðurhúsalofttegunda

Þó svo að Ísland hafi aðeins staðfest Árósar-bókunina er gögnum um eftirfarandi efni, þar sem upplýsingar um losun liggja fyrir, einnig skilað:

 • Óbeinar gróðurhúsalofttegundir
  • NO2 (NOX) - Köfnunarefnisdíoxíð
  • NMVOC - Rokgjörn, lífræn efnasambönd
  • CO - Kolmónoxíð
 • SO2 (SOX)- Brennisteinsdíoxíð
 • NH3 - Ammoníum
 • PM – svifryk
 • BC – sót