Umhverfistofnun - Logo

Losun Íslands

Photo by Amy Hanley on Unsplash

Öll gögn sem koma fram á þessari síðu má sækja hérna.

Samkvæmt skuldbindingum Íslands skal losun gróðurhúsalofttegunda vera skipt niður á flokka eftir uppsprettum í samræmi við skiptingu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change – IPCC). Flokkarnir eru orka (jarðeldsneytisbruni og jarðvarmafyrirtæki); iðnaðarferlar og efnanotkun (málmframleiðsla, notkun ýmissa efna eins og leysiefna, kælimiðla og flugelda), landbúnaður (húsdýr og áburðarnotkun), úrgangur (urðun úrgangs, meðhöndlun skólps og jarðgerð) og landnotkun og skógrækt (votlendi, graslendi, skóglendi og fl.).

Árlega skilar Umhverfisstofnun Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda (National Inventory Report - NIR) til Evrópusambandsins og loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna (United Nation Framework Convention on Climate Cange – UNFCCC) í samræmi við skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum.

Losunarbókhald Íslands með gróðurhúsalofttegundir er bókhald um bæði losun gróðurhúsalofttegunda og bindingu kolefnis úr andrúmslofti og er unnið í samræmi við alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Losuninni er skipt niður í flokka eftir því hver uppspretta losunarinnar er: orka (jarðeldsneytisbruni og jarðvarmafyrirtæki); iðnaðarferlar og efnanotkun (málmframleiðsla, notkun ýmissa efna eins og leysiefna, kælimiðla og flugelda), landbúnaður (húsdýr og áburðarnotkun), úrgangur (urðun úrgangs, meðhöndlun skólps og jarðgerð) og landnotkun og skógrækt (votlendi, graslendi, skóglendi og fl.).

Útdrátt á íslensku úr nýjustu Landsskýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda er hægt að finna hér.

Losun frá hverjum flokki fyrir sig má sjá hér.

Í losunarbókhaldinu er losun gróðurhúsalofttegunda gefin upp í CO2-ígildum, en er einnig gerð grein fyrir því hversu mikil losun er af hverri gróðurhúsalofttegund. Gróðurhúsalofttegundirnar sem gefnar eru upp í bókhaldinu eru CO2, CH4, N2O, PFC, HFC, SF6 og NF3. Nánar um gróðurhúsalofttegundirnar má lesa hér.

Samkvæmt skuldbindingum Íslands skal losun gróðurhúsalofttegunda vera skipt niður á flokka eftir uppsprettum í samræmi við skiptingu Milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (Intergovernmental Panel on Climate Change – IPCC). Flokkarnir eru orka (jarðeldsneytisbruni og jarðvarmafyrirtæki); iðnaðarferlar og efnanotkun (málmframleiðsla, notkun ýmissa efna eins og leysiefna, kælimiðla og flugelda), landbúnaður (húsdýr og áburðarnotkun), úrgangur (urðun úrgangs, meðhöndlun skólps og jarðgerð) og landnotkun og skógrækt (votlendi, graslendi, skóglendi og fl.).

Losun frá landnotkun fellur ekki undir alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum. Binding kolefnis úr andrúmslofti sem á sér stað t.d. við skógrækt er talin fram undir flokknum landnotkun og getur Ísland talið fram bindingu að einhverju leyti á móti losun frá öðrum geirum, en það er að mjög takmörkuðu leyti. Losun frá alþjóðaflugi og alþjóðasiglingum er ekki hluti af losun sem telur samkvæmt alþjóðlegum skuldbindingum.

Hér fyrir neðan er umfjöllun um losun Íslands, sem inniheldur losun frá öllum uppsprettum sem taldar voru upp hér að ofan, nema landnotkun og skógrækt sem sjá má undir „Landnotkun“ flipanum. Losunin hér að neðan inniheldur losun frá staðbundnum iðnaði sem fellur undir viðskiptakerfi ESB.

Ef losun Íslands er skoðuð eftir uppsprettum þeirra (án landnotkunar og skógræktar) sést að mest losnar af gróðurhúsalofttegundum frá iðnaðarferlum, næst mest frá orku, svo landbúnaði og minnst frá meðhöndlun úrgangs.

Heildarlosun gróðurhúsalofttegunda 1990-2018, án LULUCF (kt CO2-ígildi).– sama og á fyrsta flipa – losun Íslands

 

Losun frá orku

Þróun í orku

1990-2018:    +3%
2005-2018:   -12%
2016-2018:    +2%

Árið 2018 var heildarlosun gróðurhúsalofttegunda sem féll undir orku flokkinn 1920 kt. CO2-íg, eða 40% af losun Íslands án landnotkunar og skógræktar. Vegasamgöngur eru megin uppspretta losunar í orkuflokknum, og samsvaraði losunin 979 kt. CO2-íg. árið 2018 eða um helmingur losunar frá orku. Fiskiskip er næst stærsta uppsprettan og var losunin 534 kt. CO2-íg. árið 2018 eða um þriðjungur af losun frá orku. Árið 2018 var losun frá jarðvarmavirkjunum 159 kt. CO2-íg. frá jarðvarmavirkjunum eða 8% af losuninni frá orku.

Skipting losunar frá orku 1990 – 2018 (kt CO2-ígildi).

 

Losun frá iðnaðarferlum og efnanotkun

Þróun í iðnaðarferlum

1990-2018:       +112% 
2005-2018:       +113%
2016-2018:       +    0%

Iðnaðarferlar og efnanotkun var uppspretta 42% af losun Íslands árið 2018, án landnotkunar og skógræktar, eða 2026 kt. CO2-íg. Stærsti hluti losunarinnar er tilkomin vegna framleiðslu á hráefnum, málmum o.fl., þegar CO2 og aðrar gróðurhúsalofttegundir eins N2O og PFC losna. Einnig losna F-gös, sem eru notuð í stað ósoneyðandi efna í kælibúnað og SF6 frá rafbúnaði.

Stærsti hluti losunar, eða  91%, frá iðnaðarferlum féll undir viðskiptakerfi ESB með losunarheimildir árið 2018, sem felur í sér að rekstraraðilar greiða eina losunarheimild fyrir hvert tonn af CO2-íg. sem þeir losa. Nánar um losun frá viðskiptakerfi ESB má finna hér:

Skipting losunar frá iðnaðarferlum og efnanotkun 1990 – 2018 (kt CO2-ígildi).

 

Losun frá landbúnaði

Þróun í landbúnaði

1990-2018:     -6%
2005-2018:     +5%
2017-2018:     -5%

Losun frá landbúnaði árið 2018 var 635 kt. CO2-íg. eða 13% af losun Íslands, án landnotkunar og skógræktar. Losun frá landbúnaði veltur að mestu á stærð bústofna, sérstaklega nautgripa og sauðfé. Breytingar í losun frá landbúnaði hafa aðallega verið vegna stækkunar bústofns. Magn köfnunarefnis í áburði skiptir þó einnig máli þegar kemur að losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði.

Skipting losunar frá landbúnaði 1990 – 2018 (kt CO2-ígildi).

 

Losun frá úrgangi

Þróun í úrgangi

1990-2018:     +21%
2005-2018:     - 16%
2017-2018:     +  4%

Losun frá úrgangi árið 2018 var 276 kt. CO2-íg. eða 6% af losun Íslands, án landnotkunar og skógræktar. Stærsti hluti losunar frá úrgangi er vegna urðunar, en restin kemur frá meðhöndlun skólps, brennslu og jarðgerð. Samdrátt í losun frá 2005 má helst rekja til aukningar í endurvinnslu og söfnunar á metani á tveimur urðunarstöðum á Íslandi.

Skipting losunar frá úrgangi 1990 – 2018 (kt CO2-ígildi).