Umhverfistofnun - Logo

Góð ráð

  • Fiskur og kjöt: hafa magn hans í jarðgerðartunnu í hófi. Ef flugur sækja í miklum mæli í tunnuna og verða til vandræða hjálpar að setja þunnt lag af jarðvegi eða sagi ofan á rotmassann án þess að hræra.
  • Forðast að setja of mikið af einni tegund úrgangs í einu – byggja upp lög af misgrófum efnum.
  • Hægt er að nota hröðunarefni til að flýta fyrir vinnslu náttúrulegu efnanna og fæst í verslunum með garðvörur.
  • Hafa þarf í huga að pappír og pappi rotna fremur hægt. Flýta má fyrir með því að setja kjötmjöl, hrossatað eða nýslegið gras eða annan köfnunarefnisríkan og grófan úrgang saman við.
  • Ef ólykt kemur af jarðgerðinni er það vegna skorts á súrefni í niðurbrotinu og má þá gjarnan hræra rotmassanum með sérstökum loftunarstaf en einnig er hægt að nota prik eða járntein til að gera loftgöt.
  • Með því að stinga priki eða járnteini í rotmassann má fylgjast með ástandinu í safntunnunni. Ef prikið kemur upp tiltölulega hreint og er volgt fer niðurbrotið eðlilega fram. Ef prikið er kalt og við það loðir svört eðja er massinn of blautur og þá er hætta á gerjun.
  • „Þurrka” má massann upp með því að setja örþunnt lag af sagi eða jarðvegi ofaná og hræra. Einnig má nota til þess dolomítakalk, timburkurl, spæni, greinaafklippur, niðurrifin dagblöð eða pappa

Ýtarefni má finna hér: UST Jarðgerð