Innkaupanetið

Innkaupanetið er félagsskapur fyrirtækja sem vilja minnka umhverfisáhrif sín með því að leggja áherslu á vistvæn innkaup og gera árangurinn sýnilegan.  

Innkaup heimila og fyrirtækja hafa mikil áhrif á umhverfið og hægt er að minnka umhverfisáhrif umtalsvert með því að velja umhverfisvottaða vöru og þjónustu. 

Fyrirtæki í Innkaupanetinu styðjast við umhverfismerkingar í innkaupum er varða rekstur fyrirtækisins. Þau versla til að mynda, umhverfismerktan pappír, prentþjónustu, ræstingar, ræstivörur, skrifstofuvörur og fleira til daglegra nota. 

Þau styðjast við umhverfismerkingar því það er einföld leið til að tryggja að varan uppfylli umhverfis- og gæðakröfur.