Hvað gera fyrirtækin

Fyrirtæki sem taka þátt í Innkaupanetinu fara í gegnum innkaupamál sín með tilliti til leiðbeininga sem þau fá hjá Umhverfisstofnun. Í stuttu máli eru skrefin eftirfarandi.


  1. Þau skrá sig til þátttöku í Innkaupanetinu.
  2. Setja sér innkaupastefnu m.t.t. leiðbeininga frá Umhverfisstofnun.
  3. Semja innkaupareglur og skýra innkaupaferla.
  4. Taka saman upplýsingar um magn umhverfismerktra vara í nokkrum flokkum rekstarvara.
  5. Skila skýrslu árlega um innkaupin og leggja sig fram um að bæta árangurinn frá ári til árs. 
  6. Meðlimir í Innkaupanetinu fá að nota merki Innkaupanetsins á heimasíðu sinni og fá kynningu á heimasíðu Innkaupanetsins.