Ávinningur fyrirtækja

Fyrirtæki sem eru meðlimir í Innkaupanetinu njóta góðs af starfinu á ýmsa vegu.

  1. Þau fá aðgang að upplýsingum sem nýtast til að ná markmiðum fyrirtækisins í innkaupa- og umhverfismálum.
  2. Aðhald og stuðningur Innkaupanetsins tryggir aðgerðir.
  3. Meðlimir fá að nota merki Innkaupanetsins sem vekur athygli út á við. 
  4. Fyrirtæki sem taka þátt í Innkaupanetinu fá að kynnast starfi annarra fyrirtækja.
  5. Úrval af umhverfismerktrum vörum og þjónustu eykst sem auðveldar fyrirtækjum aðgang að góðum vörum á góðu verði.