Brómeruð eldvarnarefni er samheiti yfir fjölda efna sem notuð eru í ýmsar vörutegundir til að eldverja þær.
Af hverju eru þau varasöm?
Einföld brómeruð eldvarnarefni eru mjög eitruð lífverum í vatni og mörg þessara efni brotna lítið niður í náttúrunni. Því safnast þau fyrir í lífríkinu, í bæði mönnum og dýrum og valda þannig skaða. Sum af þessum brómeruðu eldvarnarefnum geta valdið lifrarskaða og önnur raskað hormónajafnvægi, minnkað frjósemi, skaðað fóstur og valdið skemmdum á taugakerfinu. Enn er ekki vitað um langtímaverkun þessara efna.
Hvar eru þau notuð?