Plastmerkingar

Plast er framleitt úr olíu og þarf u.þ.b. 2 tonn af olíu til að framleiða 1 tonn af plasti. Niðurbrot plasts tekur hundruði ára og safnast það því upp á urðunarstöðum við förgun. Plast brotnar mjög hægt niður en þess í stað molnar það og dreifist um umhverfið.  Stór hluti plast  berst út í haf með regni, vindi eða ám.  Plast sem velkist um í hafinu berst auðveldlega í maga dýra, auk þess sem dýr geta flækst í plastinu og jafnvel kafnað. Eiturefni sem fyrirfinnast í plastinu eða sitja utan á því eiga greiða leið inn í vistkerfið og þar með í fæðukeðjuna.  Til að draga úr megnun og forðast óþarfa sóun auðlinda er mikilvægt að endurvinna eins mikið af plasti og mögulegt er.

Til að hægt sé að búa til nothæfa afurð þarf að aðskilja ólíkar plasttegundir. Endurvinnslu- eða móttökuaðilar sjá yfirleitt um það. Neytendur ættu þó að vera meðvitaðir um mismunandi tegundir plasts því þær henta misvel til endurvinnslu og hafa ólík áhrif á umhverfið. 

Forsenda þess að hægt sé að flokka umbúðir rétt er að þær séu merktar á viðeigandi hátt. Merkingar eru ýmist grafnar á umbúðirnar sjálfar eða festar á með merkimiða. Merkin eru ýmist númer eða skammstöfun en samband númers og plasttegundar má sjá í töflu hér að neðan. Plasti er skipt upp í 19 tegundir sem númeraðar eru frá 1 upp í 7. Innan flokks nr. 7 rúmast 13 tegundir og hentar sá flokkur því illa til endurvinnslu.

 

Númer
Skammstöfun
Heiti
Dæmi um vöru
Athugasemd
Hala niður plastmerkingu

PET

Polyethylen terephthalat

Gosflöskur og flíspeysur.

Hentar mjög vel til endurvinnslu.

Slóð .EPS

Slóð .PNG

HDPE

Polyethylen - High Density (HDPE)

Umbúðir fyrir snyrtivörur og flöskur

Eitt algengasta og mest notaða plastefnið, hentar vel til endurvinnslu.

Slóð .EPS

Slóð .PNG

PVC

Polyvinylchlorid

Plastfilma, leikföng og regnföt

Framleitt úr lífrænum klórsamböngum og er mengandi bæði við framleiðslu og förgun.

Slóð .EPS

Slóð .PNG

LDPE

Polyethylen - Low Density (LDPE)

Innkaupapokar, ruslapokar og frystiumbúðir

Eitt algengasta plastefnið.

Slóð .EPS

Slóð .PNG

PP

Polypropylen

Bílar og gólfteppi, í matvælaumbúðum svo sem jógúrt- og skyrdósir.

 

Slóð .EPS

Slóð .PNG

PS

Polystyren

Frauðplast svo sem plastbakkar og áhöld.

 

Slóð .EPS

Slóð .PNG

AÐRAR, OTHER, A, O

Allt annað plast, t.d. ABS, EVA, nylon, akrýl

LEGO kubbar, flöskur og öryggisgler.


Slóð .EPS

Slóð .PNG