Skinney-Þinganes, Höfn

Núverandi fiskimjölsverksmiðja í Óslandi á Höfn var reist veturinn 1998–1999. Hún tók við hlutverki eldri verksmiðju sem hafði verið starfrækt á sama stað frá árinu 1970. Nýja verksmiðjan var í eigu hlutafélagsins Óslands en núverandi eigandi er Skinney-Þinganes á Höfn.

Fiskimjölsverksmiðjan hefur leyfi til að framleiða fiskimjöl og lýsi úr allt að 900 tonnum af hráefni (fiski og úrgangi) á sólarhring. Árið 2010 voru framleidd 3.005 tonn af fiskimjöli og 1.781 tonn af lýsi.

 

Stöðugt er unnið að endurbótum á búnaði fiskimjölsverksmiðjunnar til að mæta auknum kröfum um framleiðslugæði og mengunarvarnir. Byggt hefur verið nýtt löndunarhús með tilheyrandi búnaði, verkstæðis- og þjónustuhús var endurnýjað og mjöltankar settir upp. Að þessu viðbættu hefur umhverfi verksmiðjunnar verið lagfært og lagt bundnu slitlagi og núna er unnið að því að einangra tækjabúnað verksmiðjunnar sem mun skila sér í umtalsverðum olíusparnaði.

Þýðing verksmiðjunnar felst ekki síst í fullvinnslu á hráefni sem fellur til við vinnslu í frystihúsi Skinneyjar-Þinganess á Höfn, enda útilokað að flytja úrganginn annað vegna mikilla fjarlægða.

Starfsleyfi þetta gildir fyrir fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess h.f., Óslandi, Hornafirði, kt. 480169-2989.

Helstu umhverfiskröfur

Upplýsingar um kröfur og eftirlit eru að finna í starfsleyfinu sem gildir til 30.6.2026

Fréttir

Endurnýjað starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju

22. júní 2010

Umhverfisstofnun gefur nú út starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess h.f. sem er rekstraraðili að fiskimjölsverksmiðjunni sem áður var rekin undir merkjum Óslands ehf. í Hornafirði.
Meira...

Skinney-Þinganes

15. mars 2010

Umhverfisstofnun auglýsir tillögu að endurnýjuðu starfsleyfi fyrir fiskimjölsverksmiðju Skinneyjar-Þinganess hf. þar sem heimilað verði að framleiða fiskimjöl og lýsi úr fiski og fiskúrgangi í verksmiðjunni, auk framleiðslu á meltu frá hraðfrystihúsi rekstraraðila. Hámarksafköst verksmiðjunnar eiga samkvæmt tillögunni að miðast við að framleitt verði úr 900 tonnum af hráefni á sólarhring.
Meira...

Mynd sem fylgir - Rauði listinn

Rauði listinn

Veita þarf ákveðnum friðlýstum svæðum á Íslandi sérstaka athygli og aðhlynningu.
Meira