Stök frétt

Umhverfisstofnun hefur móttekið umsókn um starfsleyfi dagsett þann 8. júní 2020 frá fyrirtækinu Stofnfiskur hf.. Starfsleyfisumsóknin snýr að laxeldi að Kalmanstjörn á Reykjanesi. Stofnfiskur hf. sækir um aukningu úr 200 tonnum/ár í 600 tonn/ár. Einungis er um landeldi að ræða.

Samkvæmt bréfi Skipulagsstofnunar fellur framkvæmdin undir tl. 10.24 í 1. viðauka laga nr. 106/2000 og því er framkvæmdin háð mati á umhverfisáhrifum.

Unnið er úr umsókn og að gerð starfsleyfistillögu.

Tillaga að starfsleyfi verður auglýst opinberlega þegar hún liggur fyrir og gefst þá öllum tækifæri að koma með athugasemdir áður en ákvörðun um útgáfu starfsleyfisins verður tekin.

Ákvörðun Skipulagsstofnuner er hægt að nálgast hér

Mynd: Stofnfiskur