Stök frétt

Umhverfisstofnunin hefur nú tekið ákvörðun um að breyta starfsleyfum fiskmjölsverksmiðja Ísfélags Vestmannaeyja hf. í Vestmannaeyjum og á Þórshöfn. Breytingartillögurnar voru auglýstar opinberlega á tímabilinu 22. janúar til 20. febrúar 2020. Engin umsögn barst um tillögurnar á auglýsingatíma.

Umhverfisstofnun féllst á að breyta súrefnisviðmiðun fyrir losunarmörk sem gilda um ryk fyrir olíubrennara úr 3% í 9%. Stofnunin féllst einnig á að mörkin gildi ekki í þeim tilfellum sem keyrslutími í olíubrennurum er undir 3% af keyrslutíma verksmiðjunnar. Breytingarnar eru gerðar í samræmi við svar Umhverfisstofnunar við erindi Félags íslenskra fiskmjölsframleiðenda þar sem stofnunin tók undir að miðun við 3% súrefni í útblæstri væri heldur lág.

Breyting starfsleyfanna fól einnig í sér að reglugerðartilvísanir voru uppfærðar eftir því sem við átti.

Starfsleyfin eru gefin út í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir og reglugerðar nr. 550/2018 um losun frá atvinnurekstri og mengunarnaeftirlit.
Starfsleyfið fyrir verksmiðjuna í Vestmannaeyjum gildir til 27. ágúst 2030.
Starfsleyfið fyrir verksmiðjuna á Þórshöfn gildir til 31. janúar 2030.

Tengd skjöl:
Starfsleyfi Ísfélags Vestmannaeyja, Vestmannaeyjum
Starfsleyfi Ísfélags Vestmannaeyja, Þórshöfn